mánudagur, ágúst 30, 2004

Starfið fer brátt að byrja...

Þá fer að koma að því, það er í næstu viku sem að starfið hefst, ég vona að vinnudagurinn hafi heppnast vel, og Skátaheimilið sé tilbúið til að taka við starfi vetrarins.
Eg fer bráðum að senda til ykkar bréf sem þið þurfið að hafa tilbúið fyrir 1 fundinn og svo er þetta bara allt að koma.. þetta er nú spennandi ekki satt.. Eg sendi ykkur núna öllum mail aftur til að bjóða ykkur að vera með í að blogga á þessa síðu, ef þið eruð í einhverjum vandræðum með að logga ykkur inn á þetta þá er ég bara einu símtali í burtu og ég get leiðbeint ykkur í gegnum þetta, það er ekkert mál, það væri gaman ef þið gætuð skrifað, þá sérstaklega inná síðu DS...

Good luck.. Þórey

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Vinnu helgi í Skátaheimilinu

Hittingurinn var allveg frábær, við náðum að taka nokkrar skemmtilegar og góðar ákvarðanir og dagbókin er nánast fullbúin, allir búnir að fá skemmtileg og verðug verkefni við sitt hæfi.
En næsta á dagskrá er að þann 24.águst verður vinnuhelgi í Skátaheimilinu, þar á að taka til, henda og gera fínt fyrir veturinn, gleðin hefst klukkan 18:00 og stendur frameftir kvöldi.
Allir að mæta, með góðaskapið... góða skemmtun ykkar Þórey :)

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Hittingur

Jæja þá er loksins komið að því, það er hittingur heima hjá mér með D.S. meðlimum, Jónu og Hörpu annað kvöld(miðvikudag)klukkan 8:30, þar verður farið yfir veturinn og starfið, hlutverk hvers og eins og hvernig þessu verður öllu saman háttað.
Hlakka til að sjá ykkur öll... ykkar þórey

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Helgin liðin

Jæja þá er þessi fína vinnuhelgi liðin, gekk ekkert smá vel.
Við náðum að mála vegginn sem við héldum fyrst að við hefðum þrifið svo vel að væri orðin hvítur, þegar við máluðum hann svo með hvítri málingu komumst við að því að hann var aldrei hvítur heldur föl bleikur, oj.
Svo losuðum við okkur við gömlu eldhúsinnréttinguna, hún brann mjög vel á bálinu sem við gerðum, bjuggum líka til þetta fína eldstæði, máluðum gluggana framaná, dyrnar og kantinn þeim megin. Svo löguðum við aðeinst til í læknum og gerðum hann ekkert smá flottann, og svo notla settum við spítur fyrir gatið í veggnum frammi á gangi(nú er bara glugginn eftir) og svo tókum við allt út úr veggnumm undir súðinni, þar kom margt í ljós ;)

Vonandi náum við svo að klára þetta við tækifæri. Takk fyrir frábæra helgi.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Planið...

Þá er planið komið, við ætlum sem sag að hittast uppi dyngju milli klukkan hálf tíu og tíu á föstudeginum, þá verður einskonar bara plan, og liggkvöld, daginn eftir er svo bara að vakna, gera hluti, taka til, brjóta eldhúsinnréttinguna, og taka meira til, svo er bara varðeldurinn um kvöldið, það verður gaman. Eftir það er bara meira rugl og ligg og notaleg heit og svo heim daginn eftir, það meiga allir mæta hvenar sem er og vera eins lengi og stutt og þeir vilja, kanski málum við líka eitthvað og gerum fínt og flott... (góðir hlutir að gerast í dyngju um helgina).

mánudagur, ágúst 02, 2004

Vinnu helgi, helgina 6-8 águst.

Jæja, þá er komið að því, Refir, það verður vinnuhelgi í Dyngju um næstu helgi. Mikið fjör og allir að mæta, það verður mikið fjör.
En það er líka fundur í kvöld í skátaheimilinu, ætlum að ræða um það sem á að gera um helgina, hvenar á að mæta og svona og svo koma allar staðreyndir inn á vefinn seinna í kvold.