mánudagur, desember 20, 2004

Kyndlavafningar, gleði og gaman...

Jæja nú styttist í áramótin og þá er auðvitað komið að því að vefja nokkra kyndla...
Í þetta sinn fer vafningurinn fram í kjallaranum heima hjá Hörpu og Ara...

Mætum með góðaskapið og gleðina, klukkan fimm (5) á morgun þriðjudaginn 21 des. og tökum þátt í gleðinni...

miðvikudagur, september 22, 2004

Lovely

Þetta er allt að ganga vel heirist mér bara.
Þið standið ykkur eins og hetjur krakkar mínir. Langar til að bjóða nýju stelpurnar okkar velkomnar í hópinn og ég vona að ég fái að hitta þær fljótlega. Ég er strax farin að sakna þess að geta ekki verið með ykkur á fundi... en endilega að hugsa um þetta með gönguferðina, muna eftir honum Gulla og svo er bara ratleikurinn á næsta leiti... hlakka til að heira í ykkur fljótlega aftur... ykkar Þórey

miðvikudagur, september 15, 2004

King, kling

ÉG á eftir að fá símhringingu... um fundinn sem var í gær...
Sakna ykkar, ykkar Þórey...

þriðjudagur, september 14, 2004

Fundur Númer 2

nú er fundur númer tvö í kvold, ég vona að þið séuð búin að taka niður bréfin af netinu og látið ljósrita þau, svo bíð ég bara spennt eftir símhringingu eftir fundina í kvöld.
Leikir(flokkakeppni) og herbergin, ég mæli með þvi að þau eigi að búa til hróp fyrir flokkinn, sinn, ef þau eiga svoleiðis og kenna hinum sem eru nýjir, og muna að skrá alla sem koma niður á blöð...

Ykkar Þórey

mánudagur, ágúst 30, 2004

Starfið fer brátt að byrja...

Þá fer að koma að því, það er í næstu viku sem að starfið hefst, ég vona að vinnudagurinn hafi heppnast vel, og Skátaheimilið sé tilbúið til að taka við starfi vetrarins.
Eg fer bráðum að senda til ykkar bréf sem þið þurfið að hafa tilbúið fyrir 1 fundinn og svo er þetta bara allt að koma.. þetta er nú spennandi ekki satt.. Eg sendi ykkur núna öllum mail aftur til að bjóða ykkur að vera með í að blogga á þessa síðu, ef þið eruð í einhverjum vandræðum með að logga ykkur inn á þetta þá er ég bara einu símtali í burtu og ég get leiðbeint ykkur í gegnum þetta, það er ekkert mál, það væri gaman ef þið gætuð skrifað, þá sérstaklega inná síðu DS...

Good luck.. Þórey

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Vinnu helgi í Skátaheimilinu

Hittingurinn var allveg frábær, við náðum að taka nokkrar skemmtilegar og góðar ákvarðanir og dagbókin er nánast fullbúin, allir búnir að fá skemmtileg og verðug verkefni við sitt hæfi.
En næsta á dagskrá er að þann 24.águst verður vinnuhelgi í Skátaheimilinu, þar á að taka til, henda og gera fínt fyrir veturinn, gleðin hefst klukkan 18:00 og stendur frameftir kvöldi.
Allir að mæta, með góðaskapið... góða skemmtun ykkar Þórey :)

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Hittingur

Jæja þá er loksins komið að því, það er hittingur heima hjá mér með D.S. meðlimum, Jónu og Hörpu annað kvöld(miðvikudag)klukkan 8:30, þar verður farið yfir veturinn og starfið, hlutverk hvers og eins og hvernig þessu verður öllu saman háttað.
Hlakka til að sjá ykkur öll... ykkar þórey